Viðskiptaþjónusta sendiráðsins

Meginverkefni sendiráðs Íslands í Nýju Delí er að vinna að frekari eflingu viðskiptasamstarfs Íslands og Indlands, með aukinni staðarþekkingu og uppbyggingu tengslanets í indversku viðskipta- og stjórnmálalífi. Það starf er einkum þríþætt:

  • Styrking lagalegs ramma viðskipta ríkjanna.
  • Aðstoð við og kynning á íslenskum atvinnugreinum sem hyggja á viðskipti við Indland. Samstarf við íslensk og indversk hagsmunasamtök í einstökum geirum, s.s. sjávarútvegi, orku, fjárfestingum, lyfjaiðnaði, ferðamennsku o.fl.
  • Almenn þjónusta og bein aðstoð við íslensk fyrirtæki sem hyggja á viðskipti við Indland. Meðal þjónustu sendiráðsins má nefna skrifstofuaðstöðu, tengslamyndun, markaðsrannsóknir, milligöngu um áreiðanleikakannanir, upplýsingamiðlun um stofnun fyrirtækja og regluverk varðandi viðskipti á Indlandi.

Helstu hagsmunasamtök Indlands á sviði viðskipta eru á meðal samstarfsaðila sendiráðsins, þ.á.m.:

Staðarráðnir viðskiptafulltrúi sendiráðsins, hr. Rahul Chongthan, og aðstoðarviðskiptafulltrúi, frú Deepika Sachdev, eru hluti af viðskiptafulltrúakerfi Viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins (VUR).

Video Gallery

View more videos