Endurnýjun ökuskírteinis

Hægt er að sækja um endurnýjun ökuskírteinis hjá sendiráðinu. Til þess að flýta fyrir afgreiðslu er mælt með því að umsækjandi hafi samband við sendiráðið og gefi upp nafn og íslenska kennitölu. Sendiráðið sendir ríkislögreglustjóra beiðni um svonefnt kennispjald og hefur samband við umsækjanda þegar það berst sendiráðinu. Umsækjandi kemur þá í sendiráðið með passamynd, fyllir út umsókn og greiðir gjald með reiðufé. Umsækjandi fær ökuskírteinið sent með pósti frá Íslandi þegar það er tilbúið.

Video Gallery

View more videos