Aðstoð við Íslendinga

Sendiráðið sinnir margvíslegri þjónustu við íslenska ríkisborgara á Indlandi, s.s. með milligöngu um útgáfu vegabréfa og ökuskírteina, og almennri aðstoð þegar persónuleg vandamál koma upp sem kalla á íhlutun stjórnvalda.

Íslendingum sem hyggjast ferðast til Indlands er bent á að hafa samband við sendiráð Indlands í Reykjavík til að fá vegabréfsáritun. Upplýsingar um bólusetningar vegna ferðalaga til Indlands fást hjá Heilsuverndarstöð Reykjavíkur.

Í neyðartilvikum er bent á sólarhringssíma utanríkisráðuneytisins s. 5459900 þar sem fá má upplýsingar um heimasíma starfsmanna sendiráðs Íslands í Nýju Delí.

Video Gallery

View more videos