Þórir Ibsen afhendir trúnaðarbréf sem sendiherra á Indlandi

Þórir Ibsen afhenti í gær forseta Indlands hr. Pranab Mukherjee, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands á Indlandi. Athöfnin fór fram í forsetahöllinni í Nýju-Delí, Rashtrapati Bhavan. Að athöfninni lokinni ræddi forsetinn einslega við se...ndiherra. Vék forsetinn sérstaklega að góðum samskiptum ríkjanna ekki síst fyrir tilstilli forseta Íslands hr. Ólafs Ragnars Grímssonar og lofsamaði forsetinn einstakan árangur Íslendinga við að nýta vatnsafl og jarðvarma til orkuvinnslu. Ræddu þeir viðskiptatengsl landanna og lýsti forsetinn þeirri von sinni um að þau myndu aukast ekki síst á sviði fjárfestinga. Í því samhengi minnti Þórir Ibsen sendiherra á mikilvægi þess að lokið yrði sem fyrst gerð fríverslunarsamnings á milli Indlands og EFTA ríkjanna. Þá ræddu þeir áframhaldandi samstarf á sviði rannsókna og vísinda, einkum á sviði jarðvísinda og loftslagsmála og möguleika á auknu samstarfi á sviði menningarmála, s.s. á sviði samtímabókmennta, nútímalistar og hönnunar. Loks vék sendiherra að mikilvægi næstu heimsráðstefnu um framlag karla og drengja til jafnréttismála (2nd Global Symposium – Men and Boys for Gender Justice) sem haldin verður í Nýju-Delí í nóvember n.k.

Video Gallery

View more videos