Sendiráð Íslands á Indlandi ásamt Íslandsstofu tekur þátt í

Sendiráð Íslands á Indlandi ásamt Íslandsstofu tekur þátt í "Location 2015" viðskiptakynningunni sem fram fer á hótel Orchid í Mumbai 18. til 19. september 2015. Auk sendiráðsins tekur íslenska fyrirtækið PROICE þátt í kynningunni en það hefur sérhæft sig í þjónustu við indverska kvikmyndagerðarmenn á Íslandi. Á viðskiptakynningunni verður Ísland kynnt fyrir indverskum kvikmyndagerðarmönnum og framleiðendum sem áhugaverður staður til kvikmyndagerðar, bæði leikinna kvikmynda sem heimildamynda svo og auglýsinga. Jafnframt býður Íslensk-indverska viðskiptaráðið til hádegisverðar í samvinnu við indverska fyrirtækið Little Infra Private Ltd., þar sem Þórir Ibsen, sendiherra, mun m.a. kynna kvikmyndagerðarlandið Ísland fyrir leiðandi aðilum í indverskri kvikmyndagerð.

Video Gallery

View more videos