Íslensk menning kynnt á Indlandi

Hátíðin hófst með kvikmyndinni Á köldum klaka eftir Friðrik Þór Friðriksson, en auk hennar verða sýndar kvikmyndirnar Börn náttúrunnar, Englar alheimsins, Rokk í Reykjavík, Nói Albínói, Gargandi snilld, 101 Reykjavík Ingaló, Blóðbönd Mýrin, Veðramót og Mávahlátu.Góð aðsókn hefur verið á fyrstu tvö kvykmyndakvöldin, en efnt verður til þriðja kvöldsins í kvöld. Þann 21. nóvember nk. mun sendiherra Íslands, Gunnar Pálsson, opna sýningu með ljósmyndum Páls Stefánssonar í India Habitat Centre. Þá er framundan fyrirlestraröð Ástráðs Eysteinssonar, prófessors í bókmenntum við Háskóla Íslands, um íslenskar bókmenntir í helstu háskólum borgarinnar en sendiráðið hyggst leggja sérstaka áherslu á kynningu á íslenskum bókmenntum á Indlandi á næstu misserum. Kvikmyndamiðstöð Íslands, utanríkisráðuneytið og menntamálaráðuneytið styðja menningardagskrá á Indlandi.

Video Gallery

View more videos