Guðjón Bjarnason, myndlistarmaður og arkitekt opnar list og hönnunar sýningu þann 24.janúar, 2015 í aðalsölum Lalit Kala Þjóðlistarakemíunnar í hjarta Nýju-Delí, Indlandi.

Um er að ræða margþátta og yfirgripsmikla ferðasýningu á málverkum, stálskúlptúrum, ljósmyndum og byggingarlist Guðjóns Bjarnasonar  sem býr og starfar í Reykjavík, New York auk Pondicherry  á Suður-Indlandi.

Guðjón hefur haldið um fjörtíu einkasýningar á verkum sínum sem oftsinnis samanstanda af skúlptúrinnsetningum unnum með sprengiefni úr málmstrendingum úr byggingariðnaði og hefur hann notið aðstoðar  yfirvalda s.s.landhelgisgæslu, lögreglu og  nýlega bandaríska hersins fyrir kerfisbundið niðurbrot og umbreytingu verka sinna. Samhliða málmverkum sínum sýnir Guðjón svarhvít marlagskipt myndverk er byggja jafnt á rökhugsun sem tilviljunum auk  hægengra vídeóverkra af tilurð  spreniverka sinna. Á þessari sýningu ber einnig mkið á  ljósmyndaverkum unnum með stafrænni tækni sem sköpuð hafa verið ásamt öðrum verkum s.l. þrjú ár í Bandaríkjunum, Íslandi. Kína  og  Indlandi.

Guðjón hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar og verðlaun fyrir verk sín en nýlega vann m.a.  samkeppni um stærsta tónlistarhús Indlands sem reist verður hásléttum Himalyjafjalla í Shillong, höfuðborg Meghalayja.

Video Gallery

View more videos