Spánn

Pétur Benediktsson var skipaður fyrsti sendiherra Íslands á Spáni árið 1949. Fyrstu ræðisskrifstofur Íslands á Spáni opnuðu í Barcelona og Sevilla árið 1950.

Spánn

Útflutningur og fjárfestingar

Útflutningur fiskafurða skipar meginsess í samskiptum landanna. Þáverandi sjávarútvegsráðherra, Þorsteinn Pálsson, heimsótti Spán árið 1997 í opinbera heimsókn og slíkt hið sama gerði eftirmaður hans, Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra árið 1999. Samuel Juarez Casado, yfirmaður sjávarútvegsmála á Spáni, kom til Íslands í opinbera heimsókn árið 1998.

Þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, var viðstaddur stofnun Spænsk-íslenska verslunarráðsins í Barcelona í september árið 1997. Til að nálgast nánari upplýsingar um ráðið, vinsamlega hafið samband við Sigríði Á. Andersen hjá Verslunarráði Íslands.

Samningar milli Íslands og Spánar - samningar Íslands við erlend ríki

Ýmsar hagtölur frá Spáni (heimasíða OECD)

Tenglar: 

Video Gallery

View more videos