Um sendiráðið

Sendiráð Íslands í París var opnað þann 10. janúar árið 1946. Sendiráðið þjónar Frakklandi og átta öðrum ríkjum, þ.e. Alsír, Andorra, Djíbútí, Ítalíu, Líbanon, Marokkó, Spáni og Túnis.

Sendiráðið er jafnframt fastanefnd Íslands gagnvart Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD), Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og Evrópuráðinu.

Hlutverk sendiráðsins er að veita þjónustu við Íslendinga í umdæmisríkjunum og gæta hagsmuna Íslands, einkum á sviði utanríkis-, viðskipta- og menningarmála.

Sendiráðið er staðsett á Avenue Victor Hugo nr. 52, í 16. hverfi Parísar. Neðanjarðarlestarstöðin Victor Hugo á línu 2 er rétt hjá sendiráðinu, en stöðin hjá Sigurboganum (Charles-de-Gaulle-Étoile) á línu 1, 2, 6 og RER-A er einnig í göngufæri.
Vefsetur almenningssamgangna í París.

Sími: +33 (0)1 44 17 32 85
Fax: +33 (0)1 40 67 99 96
Netfang: paris@mfa.is
Opnunartími mán-fös: 09.30-15.30


View Larger Map

Video Gallery

View more videos