Yfirlitssýning á verkum Errós í Madríd

Heimastjórn Madríd-borgar, í samvinnu við Nýlistastofnun Valenciu-héraðs, stendur þessa dagana fyrir yfirlitssýningu á 70 málverkum og 20 klippimyndum Errós. Sýningin var opnuð þann 5. apríl sl. að viðstöddum sendiherra Íslands á Spáni, Tómasi Inga Olrich. Menningarráðherra heimastjórnar Madríd-borgar, Santiago Fisas, hélt listamanninum og gestum hans myndarlegt hóf í tilefni opnunarinnar.

Um 70 manns voru við opnun sýningarinnar er ber heitið “Erró – El gran collage del Mundo” og er haldin í sýningarsal menningarráðuneyti Madríd-borgar, Alcalá 31, í hjarta höfuðborgarinnar. Að sögn sýningarstjórans, Victoriu Combalia, eru salirnir sérhannaðir utan um sýningu Erró, sem einkennist af mörgum mjög stórum verkum. Sýningin stendur til 21. maí.Video Gallery

View more videos