Vigdís Finnbogadóttir heiðursgestur ráðstefnu í Sorbonne háskóla um jafnrétti kynjanna á Íslandi.

Þann 5. apríl stóð Sorbonne háskóli fyrir ráðstefnu um jafnrétti kynjanna, en heiðursgestur ráðstefnunnar var frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Ráðstefnan var haldin undir fyrirsögninni "L'Egalité entre femmes et hommes en Islande. Retour sur une révolution" og fjallaði um jafnrétti kynjanna á Íslandi með sérstöku tilliti til þeirrar breytingar sem varð á þeim málum við kjör Vigdísar Finnbogadóttur og til þeirra áhrifa sem sá atburður hafði á málefni kvenna á heimsvísu.

Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum í Háskóla Íslands, rakti aðdraganda forsetakjörsins í inngangi að erindi frú Vigdísar. Ráðstefnan var fjölsótt og mjög vel heppnuð. Eftir ráðstefnuna bauð Sorbonne háskóli til móttöku og kvöldverðar.Video Gallery

View more videos