Vigdís Finnbogadóttir heiðruð af Alliance française

Alliance française á Íslandi fagnaði aldarafmæli félagsins þann 16. október síðastliðinn.  Af því tilefni kom Jean-Claude Jacq, framkvæmdastjóri Alliance française á heimsvísu, til landsins og veitti Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, heiðurspening Alliance française.

Vel er þekkt að Vigdís er mikill Frakklandsvinur og kenndi hún Íslendingum frönsku í Menntaskólanum í Reykjavík og í sjónvarpinu, áður en hún var kjörin forseti Íslands.  Vigdís starfaði einnig sem forseti Alliance française á árunum 1975-1976.

Hér má lesa ræðu sem Vigdís hélt við hátíðarhöldin.

 

Video Gallery

View more videos