Vel heppnuð sýning Maríu Kjartans í París

Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra, og María Kjartans, ljósmyndariBerglind Ásgeirsdóttir, sendiherra, opnaði ljósmyndasýningu Maríu Kjartans í París þann 20. september síðastliðinn.  Fjölmennt var við opnunina og voru gestir sammála um ágæti sýningarinnar.

Sendiherra sagði í ræðu sinni að það væri henni mikil ánægja að kynna hina ungu hæfileikaríku listakonu Maríu Kjartans fyrir Frökkum.

María Kjartans hlaut nýlega fyrstu verðlaun í ljósmyndakeppninni Signature Art Awards í London og er komin í úrslit í IdeasTap / Magnum Photographic award.

Ljósmyndasýning Maríu stendur yfir til 5. október.

Labyworlds Fine Art Gallery
6 rue de l'Exposition
75007 Paris

Vefsíða Maríu

Video Gallery

View more videos