Vel heppnað Íslandskvöld

Þann 4. apríl síðastliðinn stóð Heiða Björg Jóhannsdóttir, nemandi í klarinettuleik, ásamt félögum sínum, fyrir tónlistarhátíð á skemmtistaðnum Club Six - Seven. Boðið var upp á íslenska og alþjóðlega tónlist og fram komu Klezmer Kaos, Audible (Sólveig Simha og Bertrand Georges), Trans-Mutants, Stairplex, Andrea og David (Icône Paris). Gestum kvöldsins, sem voru um 600 talsins, var boðið upp á fjölbreyttan íslenskan mat, framreiddan af Friðgeiri Inga Eiríkssyni matreiðslumeistara.

Skemmtistaðurinn var yfirfullur og tónleikunum mjög vel tekið. Sendiráð Íslands aðstoðaði við undirbúning og sendiherrahjónin sóttu tónleikana. Allmargir aðilar styrktu frumkvæði Heiðu Bjargar Jóhannsdóttir, þar á meðal Icelandair, Visitreykjavik.is, Viking Seafood SARL, Mjólkursamsalan og Lambakjöt.is.Video Gallery

View more videos