Útvarpsþáttur um Ísland

Radio Notre Dame útvarpsstöðin í París átti einnar klukkustundar viðtal við sendiherra Íslands, Tómas I. Olrich, um landið, tunguna og menningu þess. Þátturinn "Sur La Route" fjallar um sögu, landafræði og menningu landa, einkum með hagsmuni ferðamanna í huga. Stjórnandinn, fjölmiðlakonan Billie, beindi umræðunni ekki síst að því í jarðfræði Íslands og menningu þjóðarinnar sem aðgreinir hana frá öðrum þjóðum, svo sem orkumálum, málverndarstefnu og frumlegri listsköpun.

Einnig var rætt við fulltrúa hjá Ferðamálaráði í Frankfurt, Marie-Noëlle Adam.

Þættinum "Sur La Route" er dreift um Frakkland og Belgíu (COFRAC og RCF) og eru hlustendur á dag að meðaltali 140 þúsund, meirihluti ungt fólk í stjórnunarstöðum.

Þættinum er einnig útvarpað af 50 útvarpsstöðvum í Ameríku, Afríku og Kyrrahafseyjum.Video Gallery

View more videos