Utanríkisráðherrar Frakklands og Íslands á hádegisverðarfundi

Fréttatilkynning frá Utanríkisráðuneytinu

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, er í vinnuheimsókn í París í boði Philippe Douste-Blazy, utanríkisráðherrra Frakklands og áttu þeir í dag hádegisverðarfund.

Á fundinum var rætt um tvíhliða samskipti ríkjanna einkum á sviði viðskipta, menningar- og ferðamála, vísinda- og skólamála. Einnig ræddu ráðherrarnir margvísleg alþjóðamál, m.a. málefni ESB, stækkun sambandsins og stöðuna í stjórnarskrármálinu, sem og framtíð og verkefni NATO á sviði friðargæslu. Þá fóru þeir yfir ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs, stöðu mála í Afganistan og Írak sem og vandamál tengd stefnu Írans í kjarnorkumálum.

Ráðherrarnir ræddu einnig þá stöðu sem upp er komin í varnarmálum á Íslandi og gerði Geir H. Haarde starfsbróður sínum ítarlega grein fyrir málinu. Einnig var rætt um umbætur á starfsemi Sameinuðu þjóðanna og framboð Íslands til öryggisráðsins fyrir árin 2009 – 2010.

Í kvöld flytur ráðherra ræðu í kvöldverði sem Fransk-íslenska viðskiptaráðið stendur fyrir og verður ræðan aðgengileg á vef utanríkisráðuneytisins.

________

Communiqué du Quai d'Orsay

M. Geir Haarde, ministre des Affaires étrangères de l’Islande, sera reçu le mardi 21 mars pour un déjeuner de travail par M. Philippe Douste-Blazy, ministre des Affaires étrangères.

Cette visite sera l’occasion d’aborder notamment les relations économiques et commerciales entre l’Islande et la France et la coopération scientifique et culturelle. A noter qu’à la suite de la « Quinzaine culturelle islandaise » qui s’est tenue en France en septembre et octobre 2004, un « Printemps français en Islande » se déroulera de février à mars 2007.

La politique européenne de l’Islande en tant que membre de l’Espace économique européen, la coopération septentrionale, les relations transatlantiques, les relations avec l’OTAN et le processus de paix au Proche-Orient seront également évoqués.

Malgré une présence limitée, les entreprises françaises manifestent un intérêt nouveau pour ce pays en pleine expansion et dont la population dispose de l’un des pouvoirs d’achat les plus élevés au monde.

 Video Gallery

View more videos