Upplýsingaskiptasamningur undirritaður við Bahrein

Þann 14. október síðastliðinn undirrituðu sendiherrar Norðurlandanna upplýsingaskiptasamning á sviði skattamála við Bahrein. Fór athöfnin fram í embættisbústað sendiherra Íslands í París.

Samningurinn kveður á um upplýsingaskipti um skattamál og gefur norrænum stjórnvöldum kleift, í samstarfi við stjórnvöld á Bahrein, að fá upplýsingar um einstaklinga sem reyna að komast hjá því að greiða skatta af tekjum sínum og fjárfestingum.  Samningurinn auðveldar þannig stjórnvöldum að afla upplýsinga um tekjur sem ekki hafa verið gefnar upp í heimalandinu.

Samningurinn er tvíhlíða vegna ákvæða í stjórnarskrám landanna og hann þarf að staðfesta af  þjóðþingum landanna.

Sambærilegur samningur var undirritaður við Barbados fimmtudaginn 3. nóvember 2011.  

Yfirlit yfir upplýsingaskiptasamninga

Nánari upplýsingar um samninga gegn skattaundanskotum

 

Video Gallery

View more videos