Upplýsingaskiptasamningar á sviði skattamála undirritaðir í París

Undirskrift_Þann 24. mars síðastliðinn undirrituðu sendiherrar Norðurlandanna upplýsingaskiptasamning á sviði skattamála við Saint Kitts & Nevis og Saint Vincent & Grenadines. Athöfnin fór fram í sendiherrabústað Íslands í París.

Í ár hefur verið skrifað undir sambærilegan samning við San Marínó og á síðasta ári voru undirritaðir, fyrir Íslands hönd, samningar við Cayman eyjar, Hollensku Antillaeyjar, Arúba, Anguilla, Turks og Caicos eyjar og Gíbraltar.Video Gallery

View more videos