Tónlistarhátíðin Provence-Islande haldin í fimmta sinn

Tónlistarhátíðin „Provence-Islande“ er nú haldin í fimmta sinn í bænum Esparron de Verdon í Suður-Frakklandi, nærri Aix-en-Provence.

Tónleikarnir á hátíðinni fara ýmist fram í kirkjunni eða í tónlistarsal bæjarins. Þann 30. júní leikur Skálholtskvartettinn verk eftir Haydn og Boccherini. 1. júlí heldur Vovka Ashkenazy einleikstónleika á píanó, og leikur undir hjá Ólafi Kjartani Sigurðarsyni barítón þann 3. júlí. Þann 4. júlí mun Pierre Morabia leika á píanó og halda fyrirlestur um Franz Liszt. Alina Dubik sópransöngkona heldur tónleika þann 6. júlí við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Lokatónleikar hátíðarinnar verða þann 10. júlí þegar Áshildur Haraldsdóttir leikur á flautu við undirleik Pierre Morabia.Allir tónleikarnir hefjast kl. 21.

Allar nánari upplýsingar má fá hjá upplýsingamiðstöð ferðamála í bænum Esparron de Verdon, sími +33 (0)4 92 74 48 98 og í tölvupósti: festivalprovenceislande@free.frVideo Gallery

View more videos