Tónleikar Drengjakórs Reykjavíkur í París þann 17. júní

Drengjakór Reykjavíkur heldur tónleika í París á þjóðhátíðardaginn, laugardaginn 17. júní, kl. 20:30. Í kórnum eru 37 piltar á aldrinum 8-12 ára og stjórnandi hans síðan 1994 er Friðrik S. Kristinsson.  Á dagskránni verða m.a. verk eftir Mozart, Haendel, Fauré, negrasálmar og íslensk þjóðlög. 

Tónleikarnir fara fram í ráðhúsi 16. hverfis, 71, avenue Henri Martin.

Að tónleikum loknum býður sendiherra Íslands gestum upp á léttar veitingar.

Aðgangur á tónleikana er ókeypis og áhugasömum er bent á að bóka sæti hjá ráðhúsi 16. hverfis í síma 01 40 72 16 85.

 __________

Trente-sept enfants islandais du jeune Choeur de Reykjavik, âgés de 8 à 12 ans, venus pour cette unique représentation en France, chanteront des airs de Mozart, Haendel, Fauré, des negro spirituals et des airs islandais.

Le concert aura lieu le samedi 17 juin à 20h30, à la mairie du 16e arrondissement, 71, avenue Henri Martin.

Entrée gratuite.  Réservations au 01 40 72 16 85.Video Gallery

View more videos