Þátttaka Íslands á Feneyjatvíæringnum

Ísland tekur í ár þátt í Feneyjatvíæringnum á sviði byggingarlistar og borgarskipulags í fyrsta sinn. Sendiherrahjónin, Tómas Ingi Olrich og Nína Þórðardóttir, voru viðstödd þegar Dorrit Moussaieff, forsetafrú, opnaði um helgina íslenskan sýningarskála þar sem Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við höfnina í Reykjavík, ásamt skipulagsbreytingum sem því fylgja, eru kynnt.  Sýningarskálinn er hannaður af listamanninum Ólafi Elíassyni í samstarfi við dönsku arkítektastofuna Henning Larsen Tegnestue.  Við opnunina hélt Ólafur erindi um bygginguna og listaverkið fyrir utan hana.  Sýningin stendur til 19. nóvember.Video Gallery

View more videos