Sýning Rósu Gísladóttur í Róm

Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra, opnaði sýningu Rósu Gísladóttur, "Eins og vatn eins og gull..." í Trajanusarmarkaðnum í Róm 21. júní sl.  Fjöldi manns var viðstaddur opnunina á sýningunni sem haldin er á mjög eftirsóttum sýningarstað.  Safnið er byggt á rústum byggingar sem var miðstöð stjórnsýslu í Rómarborg frá dögum Trajanusar keisara á 1. öld eftir Krist.

Tólf verk eru á sýningunni, stórir skúlptúrar og verk sem eru unnin úr plexigleri, plastflöskum, lituðu vatni og ljósi.    Verkin eru óður til fortíðarinnar og segja sögu sem kallast á við umhverfið í hinni fornu Rómarborg með skírskotun til samtímans.  Jafnframt eru verkin hluti af nútímamenningunni; þau tengjast umhverfinu og skírskota til neysluþjóðfélagsins, þeirrar mengunar sem stafar af óþarfa umbúðum.  Þar er tekist á um spurningar sem brenna á allra vörum, um úrgang, vatn, orku og sjálfbærni.

Sýningin stendur til 23. september 2012.

Mercati di Traiano - Trajanusarmarkaðurinn

Video Gallery

View more videos