Sverrir Guðjónsson syngur í franskri heimildakvikmynd

Þann 1. desember næstkomandi mun sjónvarpsstöðin ARTE frumsýna heimildamyndina “Musulman d’Europe, Chrétiens d’Orient – Miroirs Brisés”. Myndir, sem fjallar um múslima í Evrópu og kristna menn í Austurlöndum nær, lýsir með mjög persónulegum og nærfærnum hætti flóknu ástandi á styrjaldarsvæðum, þar sem trúarbrögð hafa legið til grundvallar átökum. Myndin er gerð af leikstjóranum Jacques Debs, sem er sjálfur alinn upp í Líbanon, og var 18 ára þegar stríð braust þar út á áttunda áratugnum.Gerð myndarinnar tók þrjú ár.

Sverrir Guðjónsson kontratenór syngur á armensku alla frumsamda tónlist myndarinnar. Forsýning fór fram í París 23. nóvember sl. og var henni mjög vel tekið.Video Gallery

View more videos