Sverrir Guðjónsson á tónleikum í Saint-Eustache

Sverrir Guðjónsson, kontratenór, var í aðalhlutverki á tónleikum í Saint-Eustache kirkjunni í miðborg Parísar 9. nóvember. Á tónleikunum, sem nefndir voru The Void,var m.a. flutt tónlist eftir Stomu Yamashta við kvikmynd Jacques Debs Musiques Boréales, Myndin, sem verður frumsýnd síðar á árinu, er að miklu leyti tekin upp á Íslandi. Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í París, og Dominique Ambroise-Ibsen, eiginkona hans, voru viðstödd tónleikana, en sendiráð Íslands tók þátt í skipulagningu þeirra. Tónleikarnir voru hluti af hátíð tileinkaðri Zen-búddisma, sjá www.lessensduzen.comVideo Gallery

View more videos