Spænsk-íslensk orðabók kynnt í Salamanca

Tómas Ingi Olrich sendiherra var viðstaddur kynningu á nýrri Spænsk-íslenskri orðabók í Salamanca þann 6. júní síðastliðinn. Kynningin var haldin í sal Salamancaháskóla, en þar er kennd forníslenska. Ávarpaði sendiherra samkomuna og bauð gesti velkomna. Margrét Jónsdóttir, vararæðismaður Spánar á Íslandi og ritstjóri orðabókarinnar kynnti bókina, Kristinn R. Ólafsson fréttaritari í Madrid flutti ávarp og Pétur Jónasson gítarleikari lék tónlist.

Orðabókin var einungis tvö ár í vinnslu sem telst afar stuttur tími fyrir svo viðamikið verk, en uppflettiorðin eru um 27 þúsund talsins. Það sem einkennir orðabókina er að uppflettiorðin eru í bláum lit og útskýringarnar í svörtum en einnig eru í henni útskýringar á spænskri menningu.

Kynning á orðabók í Salamanca

Það er Forlagið sem gefur út bókina en verkið var unnið í samvinnu Háskólans í Reykjavík og Eddu útgáfu með stuðningi frá menntamálaráðuneytinu og minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur. Þegar hefur verið hafist handa við gerð íslensk-spænskrar orðabókar og er áætlað að hún komi út á þessu ári.


J.P. Bustamante, aðalræðismaður Íslands í Madrid,
Kristinn R. Ólafsson og sendiherra.

Ritstjóri spænsk-íslenskrar orðabókar er Margrét Jónsdóttir en auk hennar unnu að bókinni Guðrún Tulinius, Ragnheiður Kristinsdóttir, Sigrún Á. Eiríksdóttir og Teo Manrique.

Voir article en espagnol sur le diccionaire espagnol-islandais (El cultural).

Voir article en El País.

Video Gallery

View more videos