Skólahljómsveit Kópavogs á tónleikaferðalagi um Frakkland

45 manna skólahljómsveit Kópavogs hefur verið á tónleikaferðalagi í Frakklandi síðan 5. júní.  Parísarbúum gefst færi á að hlýða á hljómsveitina en hún spilar í Pavillon í Lúxemborgargarðinum næstkomandi sunnudag kl. 18.

Skólahljómsveitin hefur komið víða við á ferðalagi sínu og spilað m.a. í Honfleur, St-Aubin sur Mer, Courseulles-sur-Mer, Trouville og í Thoiry hallargarðinum. 

Sendiherra tók á móti hljómsveitinni í sendiherrabústaðnum í gær. Video Gallery

View more videos