Samningur við Brunei til að koma í veg fyrir skattaundanskot

Miðvikudaginn 27. júní undirrituðu norrænu ríkin tvíhliða upplýsingaskiptasamning við Brúnei. Athöfnin fór fram hjá Berglindi Ásgeirsdóttur, sendiherra Íslands í París.

Samningurinn um gagnkvæm upplýsingaskipti veitir norrænum skattayfirvöldum aðgang að upplýsingum um alla einstaklinga sem reyna að komast hjá skattgreiðslum af tekjum og fjárfestingum og stuðlar að því að gögn finnist um tekjur sem ekki eru gefnar upp í heimalandinu.

Síðan 2007 hafa sambærilegir upplýsingaskiptasamningar verið undirritaðir milli norrænu ríkjanna og eftirfarandi landa:

Andorra, Anguilla, Antigúa og Barbúda, Arúba, Bahamas, Bahrain, Barbados, Belize, Bermúda, Bresku jómfrúreyja, Caymaneyja, Cookeyja, Kosta Ríka, Curacoa, Dominíka, Gíbraltar, Grenada, Guernsey, Hollensku Antillaeyja, Jersey, Líberíu, Lichtenstein, Makaó, Marshalleyja, Mónakó, Montserrat, Mön, Samóa, San Marínó, Seychelles eyja, St. Kitts og Nevis, St. Lucia, Turcs og Caicos eyja, St. Vincent og Grenadinerna og Vanúatú.

Nánari upplýsingar um samninga gegn skattaflótta

Video Gallery

View more videos