Sædýrasafnið - leiksýning á íslensku í Orléans

Sædýrasafnið er leikrit eftir franska rithöfundinn Marie Darrieussecq sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í lok mars.  Sýnt verður í leikhúsinu í Orléans dagana 19.-31. maí.   Sjón þýddi verkið á íslensku og í sýningunni taka þátt 7 íslenskir leikarar.  Ýmsir athyglisverðir íslenskir viðburðir eru jafnframt í boði þessa daga.

Af vef Þjóðleikhússins:

Tvær fjölskyldur neyðast til að dvelja saman við undarlegar aðstæður á sædýrasafni. Nýtt verk eftir eina þekktustu skáldkonu Frakka í dag. Listamenn frá fjórum löndum skapa leiksýningu sem einnig verður sýnd í ríkisleikhúsinu í Orléans. Knýjandi spurningar um framtíð okkar, settar fram í sýningu þar sem myndlist, tónlist og dans gegna mikilvægu hlutverki.

Vefur Þjóðleikhússins

Frekari upplýsingar um íslenska menningardaga í Orléans má finna hér.Video Gallery

View more videos