Sædýrasafnið - leiksýning á íslensku í Gennevilliers

Sædýrasafnið er leikrit eftir franska rithöfundinn Marie Darrieussecq sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í lok mars 2009.  Sýnt verður í leikhúsinu í Gennevilliers dagana 3.-8. febrúar nk.   Sjón þýddi verkið á íslensku og í sýningunni taka þátt 7 íslenskir leikarar.  Leikið er á íslensku en franskur texti birtist jafnóðum fyrir ofan sviðið.

Af vef Þjóðleikhússins:

Tvær fjölskyldur neyðast til að dvelja saman við undarlegar aðstæður á sædýrasafni. Nýtt verk eftir eina þekktustu skáldkonu Frakka í dag. Listamenn frá fjórum löndum skapa leiksýningu sem einnig verður sýnd í ríkisleikhúsinu í Orléans. Knýjandi spurningar um framtíð okkar, settar fram í sýningu þar sem myndlist, tónlist og dans gegna mikilvægu hlutverki.

Vefur Þjóðleikhússins

Sýnt verður dagana 3. og 8. febrúar kl. 19h30, 4. og 5. febrúar kl. 20:30 og 5. og 6. febrúar kl. 15.

"Íslenskt" miðaverð 15 ? og 11 ? fyrir 30 ára og yngri. 

Théâtre de Gennevilliers
41, avenue des Grésillons
92230 Gennevilliers

www.theatre2gennevilliers.com

Bókanir í síma 01 41 32 26 26Video Gallery

View more videos