Ráðstefna um ferðaþjónustu í Frakklandi

Fransk-íslenska viðskiptaráðið stendur fyrir ráðstefnu um ferðaþjónustu í Frakklandi þann 2. apríl nk.

Ráðstefna þessi er hluti af hátíðinni "Pourquoi Pas? Franskt vor á Íslandi".

Ráðstefnan mun fara fram mánudaginn 2. apríl 2007, kl. 14.00 á SAS Radisson SAGA Hótel, herbergi B v/ Hagatorg, 107 Reykjavík.

Fundarstjóri er Hr. Jacques Caradec, forstöðumaður Maison de la France fyrir Norðurlönd. Á ráðstefnunni verður fjallað um þá mörgu möguleika sem Frakkland hefur upp á að bjóða í ferðaþjónustu.

Kristín Jónsdóttir, sjálfstætt starfandi leiðsögumaður í París og eigandi vefsíðunnar www.parisardaman.com , mun ræða sérstaklega um ákveðin héruð í Frakklandi og hvað þau hafa upp á að bjóða fyrir ferðamenn.

Auglýsing um ráðstefnuna Video Gallery

View more videos