Ráðstefna Spánsk-íslenska viðskiptaráðsins í Madríd 4. febrúar

 

 

 

Þann 4. febrúar 2013 stendur Spánsk-íslenska viðskiptaráðið, í samstarfi við Íslandsstofu og sendiráð Íslands í París, fyrir ráðstefnu í Madrid.

Samhliða gefst tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að komast í samband við spænsk fyrirtæki.
Með dagskránni er ætlunin að leiða saman fyrirtæki í m. a. ferðaþjónustu, orkumálum, sjávarútvegi og viðskiptum, skiptast á skoðunum og styrkja viðskiptasambönd og samstarf Spánar og Íslands.

Ráðstefnan er kjörinn vettvangur til að finna samstarfsaðila.

Heiðursgestur og aðalræðumaður verður Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- og nýsköpunarráðherra.

Skráning og nánari upplýsingar veita Kristín Hjálmtýsdóttir kristin@chamber.is
og Margrét Jónsdóttir Njarðvík, vararæðismaður Spánar margret@mundo.is

Sjá upplýsingar og nánari dagskrá á spænsku

 

Video Gallery

View more videos