Ráðstefna OECD um áskoranir í orkumálum

17.-18. maí s.l. hélt OECD sérstaka ráðstefnu um áskoranir í orkumálum, Scientific Challenges for Energy Research. Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor hélt sérstakt boðserindi á ráðstefnunni um áskoranir vetnistækninnar.

Hinn 19. maí héldu Þorsteinn og Dr. Hanns-Joachim Neef frá Þýskalandi fund í sendiráði Íslands í París. Þeir eru fulltrúar Íslands og Þýskalands sem fara með formennsku í Framkvæmdanefnd IPHE, International Partnership for the Hydrogen Economy. Næsti fundur Framkvæmdanefndar verður í Lyon í Frakklandi í byrjun júní og ræddu þeir formennirnir dagskrármál vegna fundarins.Video Gallery

View more videos