Peningar sem eru list!

Peningaseðlar sem franski listamaðurinn Yann Dumoget keypti af Íslendingum í gjörningi sem hann stóð fyrir á Íslandi árið 2011 eru uppistaðan í listaverki sem er nú til sýnis í viðskiptaháskólanum HEC í nágrenni Parísar. Dumoget setti upp gjaldeyrisútibú víða um Reykjavík og skipti heimagerðum peningaseðlum fyrir íslenskar krónur í tilraun sinni til að setja upp eins manns hagkerfi. Peningaseðlarnir eru margir mikil listasmíð eins og þessar myndir bera með sér. Listaverkið er hluti af sýningu á verkum listamanna sem hafa unnið út frá hugmyndm sínum um fjár- og efnahagsmál. Sýningin stendur til 6. mars.

 

http://www.mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/bl_grein.html?grein_id=1395435

 

Video Gallery

View more videos