Opnun sýningar Katrínar Friðriks í Palais Bénédictine í Fécamp

Þann 15. mars var opnuð sýning ungrar, íslenskrar listakonu, Katrínar Friðriks, í sýningarsölum Bénédictine-hallarinnar í bænum Fécamp, skammt norðan við hafnarborgina Le Havre. Sendiherra Íslands, sem var viðstaddur sýninguna og ávarpaði sýningargesti, er verndari sýningarinnar. Sýning Katrínar í Bénédictine-höllinni stendur til 17. júní.

Katrín er fædd 1974, uppalin í Lúxembourg og hefur starfað að listsköpun sinni í Evrópu og Bandaríkjunum.

Sýning Katrínar í Fécamp er fyrsta af þremur sýningum sem hún heldur á árinu í Frakklandi og Þýskalandi. Katrín vinnur nú að viðamikilli 80m2 veggskreytingu fyrir íþróttamiðstöðina Nouveau Centre Olympique í borginni Nîmes í Suður-Frakklandi sem vígð verður í október nk. Einnig hyggst hún opna sýningu í Lúxemborg í byrjun júlí í samstarfi við aðra íslenska listakonu sem þar býr, Guðrúnu Benediktu Elíasdóttur.Video Gallery

View more videos