Óperan "Le Pays" kynnt blaðamönnum í sendiherrabústaðnum

Listahátíð í Reykjavík, Sendiráð Íslands í París og Icelandair stóðu fyrir blaðamannafundi í sendiherrabústaðnum í París þann 31. janúar síðastliðinn. Um 60 blaðamenn og aðrir áhugamenn um tónlist sóttu fundinn.

Tilefni fundarins var að kynna frönskum fjölmiðlum Listahátíð í Reykjavík almennt og sérstaklega uppsetningu óperunnar “Le Pays” á Listahátíð nú á vordögum. Franski tónsmiðurinn Joseph-Guy Ropartz, samdi verkið í kringum 1910 og hefur það verið talið hans besta tónsmíð. Sögusvið óperunnar er Ísland, og er verkið að því leyti einstakt í heimi óperutónlistar. Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) flutti brot úr óperunni við undirspil Helgu Bryndísar Magnúsdóttur. Elín Pálmadóttir, blaðamaður og höfundur bókarinnar Fransí biskví, sem komin er út á frönsku, skýrði bakgrunn óperunnar, sem er sókn franskra sjómanna á Íslandsmið og tengsl hennar við raunverulega atburði sem urðu á ofanverðri 19. öld

Tómas Ingi Olrich, sendiherra, hélt ávarp og Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík og Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar fjölluðu um hátíðina og íslenskt listalíf.Video Gallery

View more videos