Ólöf Arnalds, Ghostigital og Epic Rain vöktu lukku í Frakklandi

Menningarhátíðin Air d’Islande stóð fyrir þremur mjög vel heppnuðum tónleikum í Frakklandi um helgina. Ghostigital, Epic Rain og Ólöf Arnalds skemmtu Parísarbúum og Epic Rain spilaði einnig í Nantes.

Air d’Islande hófst á Point Ephémère tónleikastaðnum í París á fimmtudagskvöldið. Mikill fjöldi gesta tók þátt í sannkölluðu rokkteiti þar sem hinn sérstaki hljóðheimur Epic Rain og rafræn pönktónlist Ghostigital hristu vel upp í fólki.

“Ghostigital voru rosalegir. Pönk-elektróstemningin var alveg frábær og fólk dansaði og hamaðist á fullu. Tónleikagestir voru yfir sig ánægðir að tónleikunum loknum”, segir Ari Allansson, forsvarsmaður Air d’Islande hátíðarinnar.

Ólöf Arnalds og bassaleikarinn Skúli Sverrisson stigu svo á stokk fyrir troðfullu húsi á sama stað á föstudagskvöldið. Ólöf kynnti Parísarbúum nýju plötuna sína, Sudden Elevation, við mikinn fögnuð viðstaddra.

Þriðji tónlistarviðburður hátíðarinnar fór einnig fram á föstudagskvöldið á Le Stakhanov í borginni Nantes í austurhluta Frakklands. Epic Rain hélt þar glæsilega tónleika með frönsku sveitinni Thomas Howard Memorial, ásamt því sem plötusnúðar spiluðu íslenska tónlist.

 

Nánari upplýsingar og myndir:                                    Ljósmyndir: Vera Pálsdóttir
 
www.facebook.com/airdislande                         

Ari Allansson
Hátíðarstjóri Air d’Islande
ari@airdislande.com
+33 (0)6 3141 2578

Páll Tómas Finnsson
Kynningarfulltrúi Air d’Islande á Íslandi
palltomas@finnsson.dk
+45 2925 4945

Video Gallery

View more videos