Nýtt húsnæði sendiráðs

   Sendiráð Íslands í París flutti í nýtt húsnæði að 52, avenue Victor Hugo sl. sumar.  Nýju skrifstofurnar eru um 100 m2 minni en húsnæðið sem flutt var úr og mun ódýrara.  Íslendingum, Íslandsvinum og erlendum sendierindrekum var boðið að skoða nýju húsakynnin 28. október sl.. Fólk var sammála um að nýju skrifstofurnar væru bæði skemmtilegar og afar hentugar starfsemi sendiráðsins, eða eins og einn Íslendingur komst að orði Kynning_a_nyju_husnaedi_sendirads_281009_070"Þetta er glæsilegur sparnaður".  Tómas Ingi Olrich, sendiherra, og frú Nína Þórðardóttir voru einnig kvödd við þetta tækifæri, en fimm ára starfstímabili Tómasar Inga í París lýkur 31. október. 

    Tómasi eru þökkuð vel unnin störf og margar ánægjulegar samverustundir og þeim hjónum óskað alls velfarnaðar.

    Nýr sendiherra Íslands í París, Þórir Ibsen, kemur til starfa 2. nóvember nk. og er hann boðinn velkominn ásamt eiginkonu sinni, Dominique Ambroise-Ibsen.Video Gallery

View more videos