Nýr ræðismaður í Strasbourg

Sendiherra Íslands í París afhenti nýjum ræðismanni í Strassborg, Patrick Dromson, trúnaðarskjöl þann 27. júní sl. Við það tilefni hélt fastafulltrúi Íslands hjá Evrópurráðinu, Hörður Bjarnason, móttöku í bústað sínum þar sem sendiherrar og ræðismenn, fulltrúar borgarstjórnar Strassborgar og vinnuveitendasamtaka ásamt aðilum úr listalífi borgarinnar samglöddust nýjum ræðismanni Íslands og óskuðu honum velfarnaðar í starfi.Video Gallery

View more videos