Ný íslensk vegabréf með lífkennaupplýsingum

Útgáfa nýrra íslenskra vegabréfa með lífkennaupplýsingum hófst 17. maí sl. Í nýju vegabréfunum verður örflaga og í henni verða varðveittar upplýsingar unnar úr stafrænni mynd sem tekin verður af umsækjanda vegabréfsins, einnig munu verða varðveitt í örflögunni fingraför vegabréfshafa. Með tilkomu nýju vegabréfanna verður ekki lengur unnt að sækja um íslensk vegabréf í sendiráði Íslands í París.

 

Þar sem ekki verður lengur hægt að sækja um ný vegabréf hjá ræðismönnum og sendiráðum verður að grípa til annarra úrræða:

- framlengja má vegabréf um allt að eitt ár

- sendiráð Íslands og ræðismenn geta gefið út neyðarvegabréf sem gilda í allt að eitt ár. 

Ýmsar gagnlegar upplýsingar um nýju vegabréfin

Athugið að öll núgildandi vegabréf halda gildi sínu að fullu og að ekki er stefnt að neins konar innköllun á núgildandi vegabréfum. Öll gild íslensk vegabréf sem gefin eru út eftir 1. júní 1999 gilda til þess að ferðast án áritunar til USA. Þeir sem bera íslensk vegabréf útgefin fyrir 1. júní 1999 og ætla til USA þurfa nú þegar annað hvort að sækja um áritun til USA í bandarísku sendiráði eða sækja um nýtt vegabréf. Athugið að þetta tengist ekki útgáfu nýrra íslenskra vegabréfa. Vegabréf útgefin eftir 1. júní 1999 munu áfram gilda til áritunarlausra ferðalaga til USA.

Alþjóða flugmálastofnunin hefur um árabil unnið að þróun rafrænna vegabréfa með lífkennaupplýsingum. Nú hafa mál þróast þannig að alþjóðasamfélagið krefst rafrænna vegabréfa og til þess að tryggja Íslendingum viðunandi ferðafrelsi er nauðsynlegt að hefja útgáfu slíkra vegabréfa sem fyrst. Evrópusambandið hefur samþykkt að öll ríki þess hefji útgáfu rafrænna vegabréfa eigi síðar en 28. ágúst 2006. Þessi samþykkt ESB er einnig skuldbindandi fyrir Ísland.Video Gallery

View more videos