Nútímalistahátíð undir stjórn Ernu Ómarsdóttur haldin í Bordeaux

Listahátíðin “Les grandes traversées” verður haldin í Bordeaux dagana 11.-18. nóvember nk. Erna Ómarsdóttir, dansari og danshöfundur, hefur verið fengin til að stýra hátíðinni, en þetta er í 7. sinn sem hún er haldin.  Margrét Sara Guðjónsdóttir, Jóhann Jóhannsson, Ólöf Arnalds, Gabríela Friðriksdóttir, Kristín Geirsdóttir og Íslenski dansflokkurinn eru meðal þeirra listamanna sem Erna hefur valið til þátttöku í hátíðinni.  Fjölmargir fréttamenn munu fjalla um hátíðina og búast skipuleggjendur við a.m.k. 7000 áhorfendum.

Erna Ómarsdóttir er ein af skærustu danssstjörnum Evrópu og hefur hún tvívegis verið valin besti nútímadansarinn af útbreiddasta danstímariti Evrópu, Ballettanz og einnig mest spennandi ungi danshöfundurinn árið 2003. 

Dagskrá listahátíðarinnar má finna á heimasíðunni www.lesgrandestraversees.comVideo Gallery

View more videos