Norrænudeild Háskólans í Caen 50 ára

Dagana 2. - 4. nóvember var haldið málþing í háskólanum í Caen í Normandie í tilefni 50 ára afmælis deildar norænna fræða við háskólann. Málþingið var haldið í samvinnu við La Société de litérature finnoise.

Sterk tengsl eru milli Normandie héraðs og Norðurlanda af sögulegum ástæðum og hefur norrænudeildin átt mikinn þátt í að styrkja þau.

Byrjað var að kenna  dönsku og sænsku 1956, norsku 1959, íslensku 1961 og  finnsku árið 1981. Lengst af hefur Steinunn Le Breton kennt íslensku en núverandi lektor er Hanna Steinunn Þorleifsdóttir.

Fyrirlesarar á málþinginu komu frá öllum Norðurlöndum. Þeirra á meðal var Pétur Gunnarsson rithöfundur, sem flutti á málþinginu fyrirlesturinn “La langue comme identité”. Einnig tók hannn þátt í pallborðsumræðum.

 Video Gallery

View more videos