Nemendur Listaháskóla Íslands heimsóttu sendiráðið

Nemendur í fatahönnun við Listaháskóla Íslands ásamt fagstjóranum Lindu Björg Árnadóttur, heimsóttu sendiráðið mánudaginn 13. febrúar sl.  Fatahönnuðirnir ungu eru búsettir tímabundið í höfuðborg hátískunnar þar sem þeir eru í starfsþjálfun hjá tískuhúsum borgarinnar.  Það var ánægjulegt fyrir sendiherra að fá tækifæri til að hitta þessa efnilegu hönnuði og heyra af reynslu þeirra af tískuheiminum.
 

Video Gallery

View more videos