Myndir af glæpaþingi

Um síðustu helgi ( 19.-20. október) voru norrænar glæpasögur í brennidepli á glæpabókmennthátíðinni "Noir Nordique" í París. Hátíðin stóð í þrjá daga og fór fram á fjórum mismunandi stöðum, í menningarmálastofnunum Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands og á glæpabókasafni Parísarborgar. Íslensku þátttakendurnir voru Katrín Jakobsdóttir, bókmenntafræðingur og rithöfundarnir Óttar M. Norðfjörð og Stefán Máni. Norrænar glæpasögur voru krufnar til mergjar í pallborðsumræðum og í spjalli við einstaka höfunda. Þá fengu börnin líka ráðgátu að leysa og báru sig að eins og alvöru rannsóknarlögreglumenn - vopnuð hönskum og pokum fyrir vísbendingarnar. Mme Marie-Christine Lemardeley tók á móti íslenska hópnum á glæpabókmenntasafni Parísarborgar, en hún er rektor Sorbonne Nouvelle Paris 3 háskólans.Hægt er að skoða fleiri myndir á facebook síðu sendiráðsins.

 

Video Gallery

View more videos