Kvikmyndin Skrapp út eftir Solveigu Anspach á ARTE

Kvikmyndin Skrapp út eftir Sólveigu Anspach með Diddu Jónsdóttur í aðalhlutverki verður sýnd á ARTE miðvikudagskvöldið 16. maí kl. 23:05.

Gamanmynd um Önnu Hallgrímsdóttir, skáld, uppvaskara og marijuana- sölukonu. Anna á tvo drengi sem hún elur upp sjálf. Hún vill hins vegar fara frá Íslandi því henni finnst of kalt og ekki nógu mikil sól hérna. En til þess að geta farið þarf hún hins vegar að selja fyrirtækið sitt. Nokkrar sögur fléttast svo saman.
 
Í aðalhlutverki eru Didda Jónsdóttir, Ingvar Eggert Sigurðsson, Jörundur Ragnarsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir.

Video Gallery

View more videos