Kosningar til stjórnlagaþings

Á kosningavef dómsmála og mannréttindaráðuneytisins má lesa allt um kosningar til stjórnlagaþings, m.a. kynningu á frambjóðendum, framkvæmd kosninga og annað.

Sendiráðið vill vekja sérstaka athygli á eftirfarandi:


Íslendingar búsettir erlendis á kjörskrá

Hefur búið erlendis skemur en 8 ár:

  • Íslenskir ríkisborgarar, sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda eftir 1. desember 2001 og náð hafa 18 ára aldri á kjördag, eiga kosningarrétt. Þessir einstaklingar eru teknir á kjörskrárstofn, án umsóknar, í því sveitarfélagi, þar sem þeir áttu síðast skráð lögheimili.

Hefur búið erlendis lengur en 8 ár:

  • Íslenskir ríkisborgarar, sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda fyrir 1. desember 2001, verða teknir á kjörskrá við þessar kosningar hafi þeir sótt um það til Þjóðskrár Íslands fyrir 1. desember 2009. Þessir einstaklingar eru teknir á kjörskrárstofn í því sveitarfélagi, þar sem þeir áttu síðast skráð lögheimili, sbr. b-lið 1. mgr. 23. gr. kosningalaga.


Upplýsingar um framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu:
http://www.kosning.is/stjornlagathing/kjosendur/utankjorfundur/Vakin skal athygli á að kjósandi er ábyrgur fyrir að koma atkvæði sínu til kjörstjórnar á Íslandi. Atkvæði sem greidd eru utan kjörfundar skulu send landskjörstjórn fyrir kl. 22 á kjördag, 27. nóvember 2010 á póstfang landskjörstjórnar:

Landskjörstjórn
Alþingishúsinu við Austurvöll
b.t. ritara landskjörstjórnar
150 Reykjavík
ISLANDE


Kjörfundur í sendiráði Íslands í París:

Sendiráð Íslands í París
52, avenue Victor Hugo
75016 Paris

Hægt er að kjósa á opnunartíma sendiráðins, alla virka daga frá 9:30-16:30.

 

Listi yfir kjörræðismenn Íslands erlendis og sérstakan opnunartíma vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Video Gallery

View more videos