Katrín Ólína hlýtur hin norrænu Forum AID verðlaun í flokki innanhússarkitektúrs

Katrín Ólína Pétursdóttir hlaut hin virtu Forum AID verðlaun í flokki innanhússarkitektúrs. Áhugaverðustu hönnuðir og arkitektar Norðurlandanna komu saman þann 3. febrúar ísl.  Stokkhólmi við afhendingu hinna virtu Forum AID verðlauna. Verðlaunin voru afhent í tengslum við hina stóru sýningu, Stockholm Furniture Fair og Stockholm Design Week sem stendur yfir frá 4.- 8. febrúar.

Íslenski hönnuðurinn Katrín Ólína hlaut verðlaun fyrir hönnun sína á Cristal Bar í Hong Kong, en verðlaunin eru ein stærstu norrænu verðlaunin innan hönnunar og arkitektúrs.

Verðlaunin eru ekki eingöngu heiður fyrir Katrínu Ólínu heldur mikil hvatning fyrir íslenska hönnuði og arkitekta almennt, en í dag sem aldrei fyrr er mikilvægt að íslenskir hönnuðir komi verkum sínum á framfæri á alþjóðlegum markaði svo íslenskt hugvit skili sér sem víðast.

Katrín Ólína er einn af okkar afkastamestu hönnuðum og hefur hún á undanförnum misserum tekið þátt í ótal verkefnum og sýningum víða um heim. Hefur hún fangað athygli hönnunarheimsins með verkum sínum og í kjölfarið starfað fyrir mörg af stærstu hönnunarfyrirtækjum heims.

http://www.forumaid.com/eng/forum_aid_awards_2009/

http://www.honnunarmidstod.is/Forsida/

www.katrin-olina.com
Katrín Ólína Pétursdóttir är en av vinnarna i Forum AID AWARDS 2009

"Av alla bidrag som gick till final var Katrin Olinas Cristal Bar den inredning vi helst vill uppleva".

Tävlingen anordnas av Forum AID magazine för åttonde året i rad.

http://www.forumaid.com/eng/forum_aid_awards_2009/

http://www.honnunarmidstod.is/Forsida/

www.katrin-olina.comVideo Gallery

View more videos