Jólaball og kaffi

Jólaball íslenska skólans verður haldið sunnudaginn 9. desember 2007 kl. 15:00-17:00 í salarkynnum dönsku kirkjunnar í París, 17, rue Lord Byron, 8. hverfi Parísar.  Metró Georg V eða Etoile. 

Sem fyrr eru gestir beðnir um að hafa með sér kökur og/eða aðrar veitingar en jafnframt mun Tómas Ingi Olrich sendiherra bjóða upp á drykkjarföng.

Allir eru hjartanlega velkomnir, ungir sem aldnir, til að eiga góða stund saman á aðventunni.

Búist er við íslenskum jólasveinum til að gefa börnum poka með íslensku sælgæti. 

Til að mæta kosnaði verður aðgangseyrir ? 15 fyrir fjölskyldu og ? 5 fyrir einstaklinga.

 

 

          Video Gallery

View more videos