Jólaball - Fête de noël de l'école islandaise

Jólaball íslenska skólans verður haldið laugardaginn 3. desember nk. kl. 15:00 - 17:00 í salarkynnum dönsku kirkjunnar í París, 17, rue Lord Byron, 8. hverfi Parísar. Metró Georg V eða Etoile.

Sem fyrr eru gestir beðnir um að hafa með sér kökur og/eða aðrar veitingar. Drykkjarföng verða í boði íslenska sendiráðsins.

Allir eru hjartanlega velkomnir, ungir sem aldnir, til að eiga góða stund saman á aðventunni.

Heyrst hefur að íslenskir jólasveinar með íslenskt sælgæti í poka verði í París þennan dag...

Til að mæta kostnaði verður aðgangseyrir € 15 á fjölskyldu og € 5 fyrir einstaklinga.

____________________

La fête de noël de l'école islandaise aura lieu le 3 décembre 2011 de 15 heures à 17 heures, à l'église danoise, 17 rue Lord Byron, Paris 8è.  Métro George V.

Entrée : € 15 par famille ou € 5 par individu.

Video Gallery

View more videos