Íslenskir tónar í Frakklandi

Heitir pottar, íslenskar stuttmyndir, dans- og leiklistaratriði og tónleikar með Lady and Bird og Gus Gus voru meðal þess sem þátttakendur “Forvitnilegs Íslandskvölds” gátu notið laugardagskvöldið 28. janúar sl. í menningarmiðstöðinni La Ferme du Buisson, sem staðsett er í nágrenni Parísar. Atburðurinn vakti mikla lukku og var sóttur af um 900 manns.

Fyrr um kvöldið var haldið Íslandskvöld á skemmtistaðnum Divan du Monde þar sem Daníel Ágúst og Kira Kira (Kristín Björk Kristjánsdóttir) tróðu upp.

_________

Listahátíðin 4000 Hz from Islande hófst með sýningu kvikmyndar Ara Alexanders, Screaming Masterpiece, í Palais de Tokyo þann 1. febrúar. Um 150 manns sáu myndina. Hátíðin hélt svo áfram tveimur dögum síðar og voru þá haldnir tónleikar með GusGus Djs, Trabant, Plat og Johnny Sexual á skemmtistaðnum Tryptique í París fyrir mörg hundruð manns.

_________

MIDEM, stærsta kaupstefna tónlistargeirans, fór fram í Cannes í Frakklandi dagana 22.-26. janúar.  Útflutningsráð skipulagði sameiginlega þátttöku á íslensku sýningarsvæði og mæltist það vel fyrir því yfir 20 íslensk fyrirtæki og félagasamtök tóku þátt og hafa þau aldrei verið fleiri.

Ítarleg umfjöllun um íslenska tónlist í tímaritinu Music Week vakti mikla athygli.  Music Week stóð fyrir móttöku á sýningunni sem styrkt var af sendiráði Íslands í París og var sótt af hátt í 400 manns.  Steindór Andersen fór með rímur við góðar undirtektir áhorfenda.

________Video Gallery

View more videos