Íslenski skólinn í París

Íslenski skólinn í París hefur nýtt skólaár laugardaginn 8. október.  Íslenski skólinn hefur verið rekinn í tvo áratugi af foreldrum barna á Parísarsvæðinu á aldrinum 3ja til 9 (eða 12 ára).  Kennt verður í tveimur bekkjum; 3ja til 6 ára og 6 til 9 ára.  Fyrsti kennslutími verður kl. 10:30-12:30 í sænska skólanum, 9, rue de Médéric, 75017 París, Metró Courcelles.  Gert er ráð fyrir 10 kennsludögum á þeim laugardögum sem kennsla liggur niðri í almenna skólakerfinu í vetur.  Verð fyrir eitt barn: 110 evrur, fyrir tvö: 190 evrur.  Vonast er til að breyting frá sunnudegi yfir á laugardag leiði til betri þátttöku. Ef mæting í fyrstu kennslustund er léleg, leggst starfsemin óhjákvæmilega niður.Video Gallery

View more videos